Innlent

Hjálmar gagnrýnir uppsögn samninga

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins gagnrýnir í pistli á heimasíðu sinni þá innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar sem hafa hótað uppsögn kjarasamninga ef kennarar nái góðum samningum. "Sú röksemdafærsla gengur einfaldlega ekki upp að segja öðrum þræðinum að skólastarf sé lykill að framtíð þjóðarinnar en samtímis hóta uppsögnum allra kjarasamninga annarra ef kennarar ná góðum samningum. Þar með eru menn einfaldlega að hafna því að menntun sé eitthvað merkilegra fyrirbrigði en hvað annað." Hjálmar sem er sjálfur fyrrverandi kennari og skólameistari segir að á sama tíma og kennurum sé ætlaður séfellt stærra hlutverk í uppeldi þá skjóti skökku við að heyra hinn neikvæða tón í garð stéttarinnar. "Ég vona að deiluaðilar geti komist hið bráðasta að þó ekki væri nema bráðbirgðasamkomulagi. Innan eins árs ættu ólík hagsmunasamtök og stjórnmálamenn að geta fundið svör við því hvort þeir telji mennt vera raunverulegan mátt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×