
Viðskipti innlent
Orkuveitan kaupir Austurveitu

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Austurveitu í Ölfusi og tekur við rekstri hennar 1. janúar. Austurveita er svokölluð bændaveita með borholu við Gljúfurárholt og liggur að býlum undir Ingólfsfjalli, meðal annars að Efri-Saurbæ og Sogni. Veitan mun falla undir jaðarveitur Orkuveitu Reykjavíkur.