Stafar krafti á heimilið 6. desember 2004 00:01 Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember. Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember.
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira