Hamborgarhryggur í hverjum poka 22. desember 2004 00:01 Andri Teitsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ingvar Már Gíslason. Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína. Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól Bláa dísin og Kisi syngja inn jólin Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Bergur Þór les Jólagesti hjá Pétri Jól Krakkar syngja Snjókorn falla Jól
Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína.
Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól Bláa dísin og Kisi syngja inn jólin Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Bergur Þór les Jólagesti hjá Pétri Jól Krakkar syngja Snjókorn falla Jól