Ætla að kanna listir og liti á Kúbu 22. desember 2004 00:01 Björg Guðmundsdóttir. Í Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Athyglisverðir stólar úr skjólum.Stefán Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn af sölunni fer í ferðasjóð því nemendurnir, 43 talsins, ætla í 10 daga menningarferð til Kúbu um mánaðamótin janúar-febrúar. En hvað skyldu þeir helst ætla að læra af Kúbumönnum? Skrautlegar jólakúlur eftir Oddnýju Magneu Arnbjörnsdóttur.Stefán Björg Guðmundsdóttir, sem stendur vaktina í jólabúðinni, verður fyrir svörum. "Við ætlum að vera dugleg að fara á sýningar og njóta þess sem Kúba hefur upp á að bjóða í litum og listum. Þarna hefur fólk ekkert milli handanna nema það sem er heimafengið, öfugt við okkur sem getum farið út í búð og keypt hvað sem er, hvaðan sem er úr heiminum. Það er örugglega hollt fyrir verðandi hönnuði að átta sig á því hvað þeir geta gert úr því sem er í kringum þá og Kúba er ágætur staður til þess." Myndverk eftir hönnuði framtíðarinnar.Stefán Spurð hvort þau viti eitthvað um veðráttuna á Kúbu brosir Björg og segir. "Það er fínt veður þar á þessum tíma en það verður ekkert legið á ströndinni, djammað og djúsað. Þetta er of dýr ferð til þess." Jólabúðin á loftinu yfir ferðamannamarkaðinum er opin frá 11.00 til 22.00 til jóla og að sögn Bjargar hefur salan gengið ágætlega. "Trafíkin eykst alltaf þegar líður á daginn," segir hún brosandi og hlakkar til að komast til Kúbu. Fatnaður er meðal þess sem selt er á markaðinum.Stefán Jól Myndlist Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Í Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Athyglisverðir stólar úr skjólum.Stefán Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn af sölunni fer í ferðasjóð því nemendurnir, 43 talsins, ætla í 10 daga menningarferð til Kúbu um mánaðamótin janúar-febrúar. En hvað skyldu þeir helst ætla að læra af Kúbumönnum? Skrautlegar jólakúlur eftir Oddnýju Magneu Arnbjörnsdóttur.Stefán Björg Guðmundsdóttir, sem stendur vaktina í jólabúðinni, verður fyrir svörum. "Við ætlum að vera dugleg að fara á sýningar og njóta þess sem Kúba hefur upp á að bjóða í litum og listum. Þarna hefur fólk ekkert milli handanna nema það sem er heimafengið, öfugt við okkur sem getum farið út í búð og keypt hvað sem er, hvaðan sem er úr heiminum. Það er örugglega hollt fyrir verðandi hönnuði að átta sig á því hvað þeir geta gert úr því sem er í kringum þá og Kúba er ágætur staður til þess." Myndverk eftir hönnuði framtíðarinnar.Stefán Spurð hvort þau viti eitthvað um veðráttuna á Kúbu brosir Björg og segir. "Það er fínt veður þar á þessum tíma en það verður ekkert legið á ströndinni, djammað og djúsað. Þetta er of dýr ferð til þess." Jólabúðin á loftinu yfir ferðamannamarkaðinum er opin frá 11.00 til 22.00 til jóla og að sögn Bjargar hefur salan gengið ágætlega. "Trafíkin eykst alltaf þegar líður á daginn," segir hún brosandi og hlakkar til að komast til Kúbu. Fatnaður er meðal þess sem selt er á markaðinum.Stefán
Jól Myndlist Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira