Margar hættur fyrir dýrin um jólin Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 13:32 Margskonar matvæli sem lögð eru á borð og gólf um jólin geta reynst gæludýrum erfið. Getty Jólahátíðin og áramótin geta reynst ferfætlingum og öðrum gæludýrum erfitt. Hefðbundin rútína hverfur um tíma, mikið er um heimsóknir og mataræði breytist mjög. Matvælastofnun segir mikilvægt að tryggja gæludýrum áfram hefðbundna hreyfingu og nauðsynlega hvíld til að tryggja að þeim líði vel. Í grein á vef stofnunarinnar segir að hundar séu einstök vanadýr og miklar breytingar geti valdið þeim streitu. Þeir þurfi hreyfingu og hvíld og mögulega sé betra fyrir þá að vera heima að hvílast frekar en að vera með í öllum jólaboðum. Þá segir þar að hættur fyrir ferfætlinga og fiðraða heimilismeðlimi leynist víða um jólin. Ljósaseríur, skreytingar með kertum og blómum, matur og sælgæti geti reynst hættulegt. „Þó að við sjáum ekki að pakki sem liggur fallega skreyttur undir jólatrénu innihaldi konfekt, þá er nokkuð víst að hundur heimilisins viti nákvæmlega hvað er að finna í pakkanum og taki sér það bessaleyfi að opna þegar enginn sér. Rafhlöður og seglar td í pappaboxalokum eru mikið í umferð á jólum og getur verið einstaklega hættulegt ef slíkt er gleypt.“ Í áðurnefndri grein segir að gott sé að vista símanúmer hjá vakthafandi dýralækni á því svæði sem um ræðir. Maturinn einnig hættulegur Matvælastofnun segir marga hunda vera viðkvæma fyrir breytingum í mataræði og því eiga erfitt með það að verið sé að gera vel við þá yfir jólin. Best sé að forðast saltan, feitan eða mjög kryddaðan mat. „Það endar oftar en ekki með niðurgangi og/eða uppköstum og í versta falli gæti dýrið endað hjá dýralækninum, sem er örugglega ekki staðurinn sem fólk langar að eyða hátíðunum á.“ Frekari upplýsingar um varasaman mat fyrir gæludýr má finna hér. Gæludýr Jól Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Orðið hluti af jólahefðum fólks Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Í grein á vef stofnunarinnar segir að hundar séu einstök vanadýr og miklar breytingar geti valdið þeim streitu. Þeir þurfi hreyfingu og hvíld og mögulega sé betra fyrir þá að vera heima að hvílast frekar en að vera með í öllum jólaboðum. Þá segir þar að hættur fyrir ferfætlinga og fiðraða heimilismeðlimi leynist víða um jólin. Ljósaseríur, skreytingar með kertum og blómum, matur og sælgæti geti reynst hættulegt. „Þó að við sjáum ekki að pakki sem liggur fallega skreyttur undir jólatrénu innihaldi konfekt, þá er nokkuð víst að hundur heimilisins viti nákvæmlega hvað er að finna í pakkanum og taki sér það bessaleyfi að opna þegar enginn sér. Rafhlöður og seglar td í pappaboxalokum eru mikið í umferð á jólum og getur verið einstaklega hættulegt ef slíkt er gleypt.“ Í áðurnefndri grein segir að gott sé að vista símanúmer hjá vakthafandi dýralækni á því svæði sem um ræðir. Maturinn einnig hættulegur Matvælastofnun segir marga hunda vera viðkvæma fyrir breytingum í mataræði og því eiga erfitt með það að verið sé að gera vel við þá yfir jólin. Best sé að forðast saltan, feitan eða mjög kryddaðan mat. „Það endar oftar en ekki með niðurgangi og/eða uppköstum og í versta falli gæti dýrið endað hjá dýralækninum, sem er örugglega ekki staðurinn sem fólk langar að eyða hátíðunum á.“ Frekari upplýsingar um varasaman mat fyrir gæludýr má finna hér.
Gæludýr Jól Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Orðið hluti af jólahefðum fólks Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira