Viðskipti innlent

Yfirtaka sænska kvikmyndahúsakeðju

Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, og Róbert Melax, stofnandi Lyfju og eigandi Skífunnar, Regnbogans og Smárabíós, skoða nú ásamt hópi fjárfesta að yfirtaka sænsku kvikmyndahúsakeðjuna Sandrews, sem er sú næst stærsta á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í morgun. Árni Samúelsson segir reyndar að kvikmyndahúsakeðjan hafi verið seld sænska kvikmyndafyrirtækinu SF fyrir þremur mánuðum en að samkeppnisstofnunin í Svíþjóð hafi brotið upp þennan samning vegna þeirrar einokunar sem myndist, taki fyrirtækið við rekstrinum, og vill stofnunin að dómstólar ógildi samninginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×