Innlent

Ungmenni lést í eldsvoðanum

Banaslys varð í eldsvoðanum á Sauðárkróki í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Lögregla og slökkvilið héldu þegar á vettvang. Eldtungur stóðu þá út um glugga og lagði mikinn reyk frá húsinu. Fjögur ungmenni um tvítugt, sem öll eru búett á Sauðárkróki, voru í húsinu. Eitt þeirra fannst látið í stofu á neðri hæð en þrjú björguðust naumlega. Pilti tókst að bjarga sér með því að stökkva fram af svölum á annarri hæð, stúlku tókst að bjarga sér með því stökkva út um glugga á annarri og greip nágranni hana. Þá fundu slökkviliðsmenn pilt meðvitundarlausan á neðri hæð og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hann er nú á batavegi. Til stóð að tendra ljós á jólatré á Sauðárkróki í dag en þeirri athöfn var aflýst vegna slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×