Innlent

Játuðu smyglið

Hollensk kona og þrítugur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan faldi kókaínið í leggöngum sínum þegar kom til landsins. Maðurinn var handtekinn eftir að hann tók við kókaíninu á hóteli, en konan átti bókaða gistingu þar. Fyrir liggur í málinu að konan flutti fíkniefnin innvortis. Hún kom með flugi frá Hollandi, eftir millilendingu í Kaupmannahöfn, um miðjan dag á föstudag. Talið er víst að konan hafi verið burðardýr sem átti að fá greitt fyrir að flytja efnin á milli landa. Hún á mann og tvö börn í Hollandi og hefur ekki gerst brotleg áður svo vitað sé. Við húsleit á heimili mannsins fannst á þriðja hundrað gramma af hassi. Bæði konan og maðurinn voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×