Menning

Vinna við fleiri en einn miðil

Nú er komin út skýrsla sem fjallar um framtíð fjölmiðlamanna á vinnumarkaðinum en danska Blaðamannafélagið er meðal þeirra sem stóðu að verkefninu. Í verkefninu var leitað til um það bil hundrað vinnuveitenda á fjölmiðlaiðnaðinum í Danmörku en könnun fór síðan fram síðastliðið haust. Rannsókn þessi bendir til þess að eftir um tvö ári muni það ráða úrslitum um samkeppnishæfni blaðamanna og fjölmiðlamanna á vinnumarkaðinum hvort þeir hafi getu og þekkingu til að vinna við og framleiða efni fyrir fleiri en einn fjölmiðil. Þeir sem aðeins sérhæfa sig á einu sviði og geta ekki framleitt og unnið við efni fyrir útvarp, sjónvarp og/eða prentmiðla, munu líklegast hverfa úr fjölmiðlaheiminum. Í skýrslunni er einnig bent á það að atvinnurekendum finnist mikilægt að menntun nýrra blaðamanna og endurmenntun þeirra sem þegar er á vinnumarkaðinum geri þeim kleift að starfa við fleiri en einn fjölmiðil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×