Framsóknarflokkur minnstur 10. júlí 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira