Feitur flottur fiskur 18. júní 2004 00:01 "Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. Matur Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu.
Matur Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira