Gott að stinga í kjúklinginn 18. júní 2004 00:01 Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að grilla kjúkling svo vel sé. Oft er erfitt að átta sig á hvenær kjúklingurinn er nægilega grillaður og því er hann gjarnan tekinn af grillinu og skorið í hann upp við beinið til að kíkja. Aftur á móti getur sú aðferð verið leiðinleg því oft hefur fók sest til borðs og er tilbúið að borða þegar í ljós kemur að kjúklingurinn er ekki til. Fyrst er mikilvægt að hafa í huga við meðferð á kjúklingi að gæta skal fyllsta hreinlætis og blóðvökvi úr kjötinu má alls ekki komast í snertingu við önnur fersk matvæli. Ágætt er að skera kjúklinginn í tvennt áður en hann er settur á grillið en ef hann er grillaður í heilu lagi er gott að snúa honum reglulega. Best er að byrja á því að brúna hann á grillinu og snúa vel á meðan og færa hann svo ofar í grillið, loka því og láta kjúklinginn eldast þar í hálftíma eða svo. Til að vera viss um að hann sé til er gott að stinga í hann kjötmæli sem segir til um hitastigið á kjötinu. Á kjötmælinum er að finna merkingar sem segja til um hversu hátt hitastigið á að vera á kjúklingnum þegar hann er tilbúinn og er þetta ágæt aðferð og áreiðanleg sem tekur af allan vafa. Til eru margar gerðir af kjötmælum og gott er að fá mæli sem þarf ekki að vera í kjötinu á meðan það er eldað. Ef kjötmælir er ekki við hendina er hægt að að taka kjúklinginn af grillinu og setja hann á hvítan disk, stinga svo í hann með gafli og skoða vökvann sem lekur út. Ef hann er glær er kjúklingurinn tilbúinn en ef hann er rauður eða bleikur á hann að vera lengur á grillinu. Mjög mikilvægt er að kjúklingurinn sé búinn að hitna og eldast alveg að beini til að drepa allar óæskilegar bakteríur. Matur Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að grilla kjúkling svo vel sé. Oft er erfitt að átta sig á hvenær kjúklingurinn er nægilega grillaður og því er hann gjarnan tekinn af grillinu og skorið í hann upp við beinið til að kíkja. Aftur á móti getur sú aðferð verið leiðinleg því oft hefur fók sest til borðs og er tilbúið að borða þegar í ljós kemur að kjúklingurinn er ekki til. Fyrst er mikilvægt að hafa í huga við meðferð á kjúklingi að gæta skal fyllsta hreinlætis og blóðvökvi úr kjötinu má alls ekki komast í snertingu við önnur fersk matvæli. Ágætt er að skera kjúklinginn í tvennt áður en hann er settur á grillið en ef hann er grillaður í heilu lagi er gott að snúa honum reglulega. Best er að byrja á því að brúna hann á grillinu og snúa vel á meðan og færa hann svo ofar í grillið, loka því og láta kjúklinginn eldast þar í hálftíma eða svo. Til að vera viss um að hann sé til er gott að stinga í hann kjötmæli sem segir til um hitastigið á kjötinu. Á kjötmælinum er að finna merkingar sem segja til um hversu hátt hitastigið á að vera á kjúklingnum þegar hann er tilbúinn og er þetta ágæt aðferð og áreiðanleg sem tekur af allan vafa. Til eru margar gerðir af kjötmælum og gott er að fá mæli sem þarf ekki að vera í kjötinu á meðan það er eldað. Ef kjötmælir er ekki við hendina er hægt að að taka kjúklinginn af grillinu og setja hann á hvítan disk, stinga svo í hann með gafli og skoða vökvann sem lekur út. Ef hann er glær er kjúklingurinn tilbúinn en ef hann er rauður eða bleikur á hann að vera lengur á grillinu. Mjög mikilvægt er að kjúklingurinn sé búinn að hitna og eldast alveg að beini til að drepa allar óæskilegar bakteríur.
Matur Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira