Barnamorðin í Beslan 6. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun