Hver er Gino Sydal? 12. júlí 2004 00:01 Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira