Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 07:01 Anna Jia nýtur sín vel í stórborginni London. Aðsend Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti. Sveigjanleg verkfræðigráða Anna er veraldarvön og bjó áður í Beijing í Kína. Hún og Michael Wilkes gengu í hjónaband síðastliðið sumar í sveitinni í Skotlandi umkringd þeirra nánasta fólki. Nýgift og stórglæsileg hjón í skosku sveitinni. Aðsend Þrátt fyrir að líða mjög vel í Bretlandi hafði Anna aldrei séð fyrir sér að búa í London. „Aldrei hefði mér dottið í hug að enda í London en eitt leiddi af öðru. Maðurinn minn er Breti og kynntumst við í Beijing árið 2015 er ég bjó þar. Við lukum háskólanámi í sitthvoru landinu og eftir nokkurra ára fjarsamband saknaði ég stórborgarumhverfisins. Verandi með verkfræðigráðu hef ég meiri sveigjanleika í búsetu erlendis meðan Michael er meira bundinn við Bretland vegna lögfræðigráðu sinnar, úr varð að við fluttum inn saman í London.“ Eignuðust frumburðinn á Íslandi Anna flutti út fyrir sex árum en þau tóku þó smá Covid pásu frá borginni. „Þá fluttum við heim í rúmt ár og eignuðumst yndislegu dóttur okkar Lily Björk hjá elskulega teyminu á Björkinni.“ Anna leggur sömuleiðis mikið upp úr því að Lily Björk haldi í íslenskuna og eru þær mæðgur duglegar að ræða saman á móðurmálinu. Dagarnir eru fjölbreyttir hjá Önnu en byrja alltaf eins. „Daglega lífið hér byrjar að sjálfsögðu með rjúkandi kaffibolla. Dóttir mín fer á leikskóla fjóra daga í viku en það er mjög algengt fyrirkomulag þar sem leikskólagjöld geta verið himinhá. Mér finnst það reyndar alveg dásamlegt því þá fæ ég einn auka dag saman sem ég reyni að nýta sem „íslenskudag“, þar sem við tölum bara á íslensku og lesum íslenskar bækur, tökum því rólega og horfum á Blæju. Þá daga sem hún fer á leikskólann vinn ég annað hvort að heiman eða fer á skrifstofu í miðborg London en ég vinn á lögfræðistofu sem við fjölskyldan rekum. Um helgar erum við síðan dugleg að hitta vini og förum oftast í svokallað sunday roast á hverfis pöbbnum.“ Mæðgurnar Anna Jia og Lily Björk í London.Aðsend Hreyfing spilar að sama skapi mikilvægt hlutverk í rútínu Önnu. „Ég er síðan komin með algjöra tennis-dellu enda mikil tennis menning hér og fátt skemmtilegra en að fylgjast með Wimbledon með breska drykkinn Pimm’s í hendi á sumrin. Við búum á mjög grænu svæði og við Thames ánna þar sem ég nýt þess mikið að fara í útihlaup.“ Fjölbreytnin hvað skemmtilegust Hún segir að fjölbreytileiki borgarinnar sé í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég ólst upp frekar meðvituð um að vera öðruvísi með blandaðan uppruna en hér hugsar fólk lítið sem ekkert um litarhaft, uppruna eða trú. Dóttir mín fær í kjölfarið að halda upp á jóla og páskahátíðir eins og heima, enn líka Diwali, Lunar New Year og St. Patrick's day. Út frá fjölbreytninni er síðan algjört ríkidæmi af alls kyns matargerð og veitingastöðum sem matgæðingar líkt og ég fá að njóta góðs af. Það er alltaf nóg að gera og staðir til að heimsækja hvort sem það eru söfn, sýningar, garðar eða upplifanir. Annars elska ég líka pöbba menninguna hér þar sem það er liggur við breskur pub eða bar á hverju götuhorni. Pöbbarnir eru hálfgerðar félagsmiðstöðvar hvort sem þar hittast vinnufélagar í drykk, nágrannar í pub quiz eða fjölskyldur að fá sér kvöldmat, eitthvað fyrir alla.“ Hverfis pöbbinn hennar Önnu er mjög kósí!Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við stórborgarlífið segir Anna: „Klárlega allur tíminn sem fer í umferðarteppu og samgöngur. London er rosalega stór, tvisvar sinnum stærri en New York borg. Ég er samt búin að komast upp á lagið með það núna og elska að nýta tíman í skemmtilegt hlaðvarp eða hljóðbók.“ Gerðu upp gamalt viktorískt kot í Suðvestur London Anna býr í Suðvestur London í hverfi sem heitir Little Chelsea og elskar það. „Við hjónin keyptum gamalt viktorískt kot hér sem við gerðum upp. Hverfið er mjög vinalegt með litlu litríkum gömlum húsum sem minna mig stundum á gamla vesturbæinn sem mér hefur alltaf þótt mjög vænt um, þar er líka mikið af grænum svæðum og litlum sjálfstæðum kaffihúsum og búðum, sem er yndislegt. Hér er hálfgerð skandinavísk nýlenda því það er mikið af skandinavíubúum, sænskur barnaskóli er hér og litla sænska búðin mín þar sem ég fer og kaupi lakkrís, havarti, graflax og fleira þegar ég fæ smá heimþrá.“ Anna og Michael nýbúin að fá afhenta lyklana að kotinu.Aðsend Önnur uppáhalds hverfi Önnu eru Soho og Notting hill. „Soho finnst mér besta af öllu við London, mjög fjölbreytt og lifandi svæði alveg við Chinatown og Carnaby street með endalaust af góðum veitingahúsum, skemmtilegum börum og flottum fataverslunum. Notting Hill sem er staðsett meira í átt að vestur London er algjör fjársjóðskista fyrir fólk eins og mig sem elskar að grúska og gramsa í alls kyns nytjavöru verslunum og antík mörkuðum.“ Fjölskyldan nýtur sín vel í Suðvestur London.Aðsend Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa úti. „Það tók sinn tíma að venjast því að búa í London, sérstaklega því að ég var ekki í þeim hópi fólks sem elskaði borgina frá fyrstu kynnum. Sem betur fer kom það þó í lokin og núna finnst mér æðislegt að búa hér, sérstaklega eftir að við fluttum í kotið okkar í litla Chelsea. Borgin hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða fyrir alla svo það er erfitt að láta sér leiðast.“ Vesturbærinn nálægt sjónum í óráðinni framtíð Fyrir utan fjölbreytileikann finnst Önnu helsti munurinn á London og Reykjavík liggja í miklu skipulagi Breta. „Vinahittingar og leikhittingar fyrir börnin eru oft planaðir með margra mánaða fyrirvara enda fæstir með mikið bakland. Fólk hér úti byrjar líka töluvert seinna að eignast fjölskyldur svo við upplifðum okkur sem mjög unga foreldra þrátt fyrir að vera á tiltölulega venjulegum aldri heima á Íslandi.“ Anna segir að hinir ýmsu hittingar séu gjarnan skipulagðir með miklum fyrirvara úti enda sé takturinn aðeins annar. Hún nýtur þess að geta átt auka dag með dóttur sinni í hverri viku þar sem þær tala íslensku, lesa íslenskar bækur og horfa á íslenskt sjónvarpsefni.Aðsend Þrátt fyrir að elska lífið í stórborginni segir Anna óumflýjanlegt að finna stundum fyrir heimþrá. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja og þykir mjög vænt um ríkidæmið mitt af vinum á Íslandi. Eftir að við fluttum finnst mér samt eins og maður sé meðvitaðri um hversu dýrmætt það er að fá að eyða tíma með fólkinu sínu sem hefur oft skilað extra fallegum minningum saman. Úti í London gerir það síðan mikið fyrir hjartað að hitta íslensku vinkonurnar sem eru einnig búsettar hér í kaffi og spjall. Ég sé alveg fyrir mér að flytja aftur í vesturbæinn nálægt sjónum seinna á ævinni en eins og er þá er lífið ljúft í London.“ Anna og Michael eru í skýjunum á heimili sínu í litlu Chelsea.Aðsend Fólk fær að vera nákvæmlega eins og það er Anna hefur lent í alls kyns skemmtilegum augnablikum sem fylgja stórborgarlífinu. „Eftir að hafa búið í Beijing og svo London er hættur að kippa sér upp við eitt né neitt sem er alveg frábært, því fólk fær bara að vera nákvæmlega eins og það er. Þegar ég flutti fyrst til London og var mikið í Soho var til dæmis einn maður í hverfinu sem átti mörð sem gæludýr og labbaði með hann í bandi á hverjum degi. Hver fyrir sig,“ segir Anna brosandi. Anna lumar á ýmsum skemmtilegum London ráðum.Aðsend Að lokum spyr blaðamaður Önnu hvað henni finnist ómissandi að gera fyrir þá sem fylgja heimsækja London. „Það er algjört möst að fara eitthvað annað en á Oxford street og skoða önnur hverfi, kíkja á bænda-, matar- og antík markaði. Það er líka mjög mikið af fallegum görðum til þess að velja úr og fara í lautarferð í góðu veðri. Fyrir matgæðinga mæli ég mikið með því að kaupa miða á Taste of London sem er eins og tónlistarhátíð fyrir sælkera í Regent's park. London er stór svo það er gott að velja eitt eða mest tvö önnur hverfi að skoða og helst finna einhvern local pub til að fá sér Sunday roast og pint.“ Hér er hægt að fylgjast með Önnu Jia á samfélagsmiðlinum Instagram. Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Sveigjanleg verkfræðigráða Anna er veraldarvön og bjó áður í Beijing í Kína. Hún og Michael Wilkes gengu í hjónaband síðastliðið sumar í sveitinni í Skotlandi umkringd þeirra nánasta fólki. Nýgift og stórglæsileg hjón í skosku sveitinni. Aðsend Þrátt fyrir að líða mjög vel í Bretlandi hafði Anna aldrei séð fyrir sér að búa í London. „Aldrei hefði mér dottið í hug að enda í London en eitt leiddi af öðru. Maðurinn minn er Breti og kynntumst við í Beijing árið 2015 er ég bjó þar. Við lukum háskólanámi í sitthvoru landinu og eftir nokkurra ára fjarsamband saknaði ég stórborgarumhverfisins. Verandi með verkfræðigráðu hef ég meiri sveigjanleika í búsetu erlendis meðan Michael er meira bundinn við Bretland vegna lögfræðigráðu sinnar, úr varð að við fluttum inn saman í London.“ Eignuðust frumburðinn á Íslandi Anna flutti út fyrir sex árum en þau tóku þó smá Covid pásu frá borginni. „Þá fluttum við heim í rúmt ár og eignuðumst yndislegu dóttur okkar Lily Björk hjá elskulega teyminu á Björkinni.“ Anna leggur sömuleiðis mikið upp úr því að Lily Björk haldi í íslenskuna og eru þær mæðgur duglegar að ræða saman á móðurmálinu. Dagarnir eru fjölbreyttir hjá Önnu en byrja alltaf eins. „Daglega lífið hér byrjar að sjálfsögðu með rjúkandi kaffibolla. Dóttir mín fer á leikskóla fjóra daga í viku en það er mjög algengt fyrirkomulag þar sem leikskólagjöld geta verið himinhá. Mér finnst það reyndar alveg dásamlegt því þá fæ ég einn auka dag saman sem ég reyni að nýta sem „íslenskudag“, þar sem við tölum bara á íslensku og lesum íslenskar bækur, tökum því rólega og horfum á Blæju. Þá daga sem hún fer á leikskólann vinn ég annað hvort að heiman eða fer á skrifstofu í miðborg London en ég vinn á lögfræðistofu sem við fjölskyldan rekum. Um helgar erum við síðan dugleg að hitta vini og förum oftast í svokallað sunday roast á hverfis pöbbnum.“ Mæðgurnar Anna Jia og Lily Björk í London.Aðsend Hreyfing spilar að sama skapi mikilvægt hlutverk í rútínu Önnu. „Ég er síðan komin með algjöra tennis-dellu enda mikil tennis menning hér og fátt skemmtilegra en að fylgjast með Wimbledon með breska drykkinn Pimm’s í hendi á sumrin. Við búum á mjög grænu svæði og við Thames ánna þar sem ég nýt þess mikið að fara í útihlaup.“ Fjölbreytnin hvað skemmtilegust Hún segir að fjölbreytileiki borgarinnar sé í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég ólst upp frekar meðvituð um að vera öðruvísi með blandaðan uppruna en hér hugsar fólk lítið sem ekkert um litarhaft, uppruna eða trú. Dóttir mín fær í kjölfarið að halda upp á jóla og páskahátíðir eins og heima, enn líka Diwali, Lunar New Year og St. Patrick's day. Út frá fjölbreytninni er síðan algjört ríkidæmi af alls kyns matargerð og veitingastöðum sem matgæðingar líkt og ég fá að njóta góðs af. Það er alltaf nóg að gera og staðir til að heimsækja hvort sem það eru söfn, sýningar, garðar eða upplifanir. Annars elska ég líka pöbba menninguna hér þar sem það er liggur við breskur pub eða bar á hverju götuhorni. Pöbbarnir eru hálfgerðar félagsmiðstöðvar hvort sem þar hittast vinnufélagar í drykk, nágrannar í pub quiz eða fjölskyldur að fá sér kvöldmat, eitthvað fyrir alla.“ Hverfis pöbbinn hennar Önnu er mjög kósí!Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við stórborgarlífið segir Anna: „Klárlega allur tíminn sem fer í umferðarteppu og samgöngur. London er rosalega stór, tvisvar sinnum stærri en New York borg. Ég er samt búin að komast upp á lagið með það núna og elska að nýta tíman í skemmtilegt hlaðvarp eða hljóðbók.“ Gerðu upp gamalt viktorískt kot í Suðvestur London Anna býr í Suðvestur London í hverfi sem heitir Little Chelsea og elskar það. „Við hjónin keyptum gamalt viktorískt kot hér sem við gerðum upp. Hverfið er mjög vinalegt með litlu litríkum gömlum húsum sem minna mig stundum á gamla vesturbæinn sem mér hefur alltaf þótt mjög vænt um, þar er líka mikið af grænum svæðum og litlum sjálfstæðum kaffihúsum og búðum, sem er yndislegt. Hér er hálfgerð skandinavísk nýlenda því það er mikið af skandinavíubúum, sænskur barnaskóli er hér og litla sænska búðin mín þar sem ég fer og kaupi lakkrís, havarti, graflax og fleira þegar ég fæ smá heimþrá.“ Anna og Michael nýbúin að fá afhenta lyklana að kotinu.Aðsend Önnur uppáhalds hverfi Önnu eru Soho og Notting hill. „Soho finnst mér besta af öllu við London, mjög fjölbreytt og lifandi svæði alveg við Chinatown og Carnaby street með endalaust af góðum veitingahúsum, skemmtilegum börum og flottum fataverslunum. Notting Hill sem er staðsett meira í átt að vestur London er algjör fjársjóðskista fyrir fólk eins og mig sem elskar að grúska og gramsa í alls kyns nytjavöru verslunum og antík mörkuðum.“ Fjölskyldan nýtur sín vel í Suðvestur London.Aðsend Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa úti. „Það tók sinn tíma að venjast því að búa í London, sérstaklega því að ég var ekki í þeim hópi fólks sem elskaði borgina frá fyrstu kynnum. Sem betur fer kom það þó í lokin og núna finnst mér æðislegt að búa hér, sérstaklega eftir að við fluttum í kotið okkar í litla Chelsea. Borgin hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða fyrir alla svo það er erfitt að láta sér leiðast.“ Vesturbærinn nálægt sjónum í óráðinni framtíð Fyrir utan fjölbreytileikann finnst Önnu helsti munurinn á London og Reykjavík liggja í miklu skipulagi Breta. „Vinahittingar og leikhittingar fyrir börnin eru oft planaðir með margra mánaða fyrirvara enda fæstir með mikið bakland. Fólk hér úti byrjar líka töluvert seinna að eignast fjölskyldur svo við upplifðum okkur sem mjög unga foreldra þrátt fyrir að vera á tiltölulega venjulegum aldri heima á Íslandi.“ Anna segir að hinir ýmsu hittingar séu gjarnan skipulagðir með miklum fyrirvara úti enda sé takturinn aðeins annar. Hún nýtur þess að geta átt auka dag með dóttur sinni í hverri viku þar sem þær tala íslensku, lesa íslenskar bækur og horfa á íslenskt sjónvarpsefni.Aðsend Þrátt fyrir að elska lífið í stórborginni segir Anna óumflýjanlegt að finna stundum fyrir heimþrá. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja og þykir mjög vænt um ríkidæmið mitt af vinum á Íslandi. Eftir að við fluttum finnst mér samt eins og maður sé meðvitaðri um hversu dýrmætt það er að fá að eyða tíma með fólkinu sínu sem hefur oft skilað extra fallegum minningum saman. Úti í London gerir það síðan mikið fyrir hjartað að hitta íslensku vinkonurnar sem eru einnig búsettar hér í kaffi og spjall. Ég sé alveg fyrir mér að flytja aftur í vesturbæinn nálægt sjónum seinna á ævinni en eins og er þá er lífið ljúft í London.“ Anna og Michael eru í skýjunum á heimili sínu í litlu Chelsea.Aðsend Fólk fær að vera nákvæmlega eins og það er Anna hefur lent í alls kyns skemmtilegum augnablikum sem fylgja stórborgarlífinu. „Eftir að hafa búið í Beijing og svo London er hættur að kippa sér upp við eitt né neitt sem er alveg frábært, því fólk fær bara að vera nákvæmlega eins og það er. Þegar ég flutti fyrst til London og var mikið í Soho var til dæmis einn maður í hverfinu sem átti mörð sem gæludýr og labbaði með hann í bandi á hverjum degi. Hver fyrir sig,“ segir Anna brosandi. Anna lumar á ýmsum skemmtilegum London ráðum.Aðsend Að lokum spyr blaðamaður Önnu hvað henni finnist ómissandi að gera fyrir þá sem fylgja heimsækja London. „Það er algjört möst að fara eitthvað annað en á Oxford street og skoða önnur hverfi, kíkja á bænda-, matar- og antík markaði. Það er líka mjög mikið af fallegum görðum til þess að velja úr og fara í lautarferð í góðu veðri. Fyrir matgæðinga mæli ég mikið með því að kaupa miða á Taste of London sem er eins og tónlistarhátíð fyrir sælkera í Regent's park. London er stór svo það er gott að velja eitt eða mest tvö önnur hverfi að skoða og helst finna einhvern local pub til að fá sér Sunday roast og pint.“ Hér er hægt að fylgjast með Önnu Jia á samfélagsmiðlinum Instagram.
Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira