Dansar við Ómar Ragnars 12. júlí 2004 00:01 Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg." Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg."
Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira