Lífið

Bókaskápar með gleri

Fátt skapar heimilislegri blæ en hillur fullar af bókum fyrir utan nú hvað það er hollt að geta teygt sig í góða bók og nært sálina með innihaldi hennar. Gallinn við stórt bókasafn í opnum hillum er sá að það safnar óhjákvæmilega ryki og því þarf reglulega að taka hverja bók úr hillunum og blása af henni eða bursta. Það er mikið verk. Þessu má komast hjá með því að geyma bækurnar í lokuðum skápum. En til þess að geta samt notið þess að horfa á kilina og dást að þessum gersemum eru glerskápar bæði hentugir og fallegir. Íslendingar eru þekkt bókaþjóð og nú fer sá tími í hönd sem búast má við fjölgun bóka á heimilunum þar sem útgáfa þeirra stendur ávallt í mestum blóma í skammdeginu. Þeir sem þurfa að bæta við bókahirslum í híbýli sín ættu að hafa glerskápa í huga, einkum og sér í lagi ef þeir ætla að hafa bækurnar í svefnherberginu. Andrúmsloftið verður annað en ef um opnar hillur er að ræða sem safna í sig ómældu ryki. Mest er þó um vert að hafa einhverjar hirslur utan um bókakostinn svo ástandið verði ekki eins og hjá karlgreyinu honum Mark Twain sem skrifaði: "Það að bækur eru um allt í bókaherbergi mínu, á gólfinu, á stólunum og svo framvegis, stafar af því að það má heita útilokað að fá lánaðar hillur."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.