Lífið
Ný alhliða þjónusta
Gluggalausnir eru nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gluggatjöldum og öllu sem þeim viðkemur. Fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins mánuði síðan og hefur fengið góðar viðtökur hér á landi. Gluggalausnir bjóða upp á alhliða þjónustu fyrir fólk sem er að leita sér að gluggatjöldum. Fólk getur hringt inn og fengið starfsmenn fyrirtækisins heim til sín. Starfsmenn athuga hvað það er sem viðskiptavinirnir vilja og koma með sýnishorn heim til þeirra sem þeir geta síðan valið úr í ró og næði. Öll fjölskyldan getur þá safnast saman seinni part dags og valið gluggatjöld í sameiningu. Starfsmenn fyrirtækisins stinga líka upp á lausnum fyrir fólk ef það er í vafa. Síðan er glugginn mældur vandlega þannig að gluggatjöldin passi og pöntunin send út til fyrirtækja sem framleiða vörur fyrir Gluggalausnir. Getur það tekið allt frá tveim upp í fjórar vikur að fá gluggatjöld afgreidd. Loks koma starfsmenn Gluggalausna með gluggatjöldin heim til viðskiptavina og setja þau upp fyrir þá. "Í þessari þjónustu felst talsverður sparnaður því í raun ertu að fá tuttugu fyrirtæki heim til þín. Nú þarf fólk ekki að fara í margar mismunandi verslanir til að fá það sem það vill heldur fær það heildarþjónustu frá okkur," segir Páll H. Diego, meðeigandi Gluggalausna. Gluggalausnir bjóða einnig upp á stuttar gluggatjaldasýningar í fyrirtækjum. Hægt er að hafa samband við fyrirtækið í síma 534 1300 eða í tölvupóstinn bbi@gluggalausnir.is.