Eign í stað skulda 14. október 2004 00:01 Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira