Innlent

Dæmdur til greiðslu bóta

Hæstiréttur hefur dæmt mann til að greiða öðrum manni tíu milljónir króna í bætur vegna viðbótarúthlutunar til krókabáta sem hann fékk út á aflareynslu hins mannsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað manninn af skaðabótakröfum. Maðurinn sem nú er skaðabótaskyldur keypti í desember árið 2000 bát af þeim sem fær bæturnar. Ári síðar fékk hann svo viðbótarveiðiheimildir út á veiðireynslu fyrri eiganda bátsins. Aflahlutdeild þorsks fylgdi bátnum en ekki hlutdeild í ýsu og steinbít



Fleiri fréttir

Sjá meira


×