Enn í stofufangelsi í Texas 10. október 2004 00:01 Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Aron Pálmi Ágústsson afplánaði sjö ár, af tíu ára dómi sem hann fékk fyrir kynferðisbrot þegar hann var 13 ára, í rammgerðu fangelsi. Fyrir ári var hann settur í þriggja ára stofufangelsi og er hann með staðsetningartæki bundið um hægri ökklann. Fréttir af Aroni vöktu mikla athygli síðastiliðið vor þar sem brot hans hefðu verið afgreidd sem óvitaskapur víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi en var grimmilega refsað fyrir í Texas. Málið rataði í sali Alþingis og þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Hann sagðist mjög ósáttur við samskiptin við Texas ríki í þessu máli. Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons, sagði í samtali við fréttastofu í dag að beiðni hefði verið send til bandaríska heimavarnarráðuneytisins í vor. Hún hefði reglulega síðan leitað upplýsinga í utanríkisráðuneytinu og fengið að vita að bandarísk yfirvöld hefðu enn ekki svarað beiðninni. Hún segir Aron Pálma enn eiga eftir að dvelja í stofufangelsi í tvö ár og átta mánuði og að hann dreymdi enn um að fá að komast heim til Íslands. Hún segir hann þó stundum tala um að honum finnist hann vera gleymdur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Aron Pálmi Ágústsson afplánaði sjö ár, af tíu ára dómi sem hann fékk fyrir kynferðisbrot þegar hann var 13 ára, í rammgerðu fangelsi. Fyrir ári var hann settur í þriggja ára stofufangelsi og er hann með staðsetningartæki bundið um hægri ökklann. Fréttir af Aroni vöktu mikla athygli síðastiliðið vor þar sem brot hans hefðu verið afgreidd sem óvitaskapur víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi en var grimmilega refsað fyrir í Texas. Málið rataði í sali Alþingis og þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Hann sagðist mjög ósáttur við samskiptin við Texas ríki í þessu máli. Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons, sagði í samtali við fréttastofu í dag að beiðni hefði verið send til bandaríska heimavarnarráðuneytisins í vor. Hún hefði reglulega síðan leitað upplýsinga í utanríkisráðuneytinu og fengið að vita að bandarísk yfirvöld hefðu enn ekki svarað beiðninni. Hún segir Aron Pálma enn eiga eftir að dvelja í stofufangelsi í tvö ár og átta mánuði og að hann dreymdi enn um að fá að komast heim til Íslands. Hún segir hann þó stundum tala um að honum finnist hann vera gleymdur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent