Erlent

Loforð um framlag ekki efnd

Minnst af því fé sem 37 lönd hétu að láta af hendi rakna til uppbyggingar í Írak hefur skilað sér. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Madríd á Spáni í fyrra hétu ríkin því að láta nærri þúsund milljarða króna af hendi rakna í formi styrkja og lána. Nú hafa hins vegar aðeins um sjötíu milljarðar króna skilað sér í sjóði Heimsbankans og Sameinuðu þjóðanna í Írak. Mahdi al-Hafidh þróunarráðherra Íraks segist ætla að ræða við ríkin, sem heitið hafa aðstoð, um hvernig breyta megi loforðum í fjárframlög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×