Innlent

Dorritt á sjóskíðum

Setningarathöfn Siglingadaga á Ísafirði hófst klukkan 17 í gær með því að forsetafrúin Dorritt Moussaieff, verndari hátíðarinnar, fór á sjóskíðum í fylgd tveggja annarra sjóskíðakappa frá Suðurtanga og um Pollinn. Síðan mætti hún á Silfurtorg þar sem mannfjöldi fagnaði henni. Úlfar Ágústsson, framkvæmdastjóri Siglingadaga, þakkaði hlýhug Dorrittar í garð siglingafólks og afhenti henni skartgrip að gjöf sem Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður hannaði og smíðaði. Við setningarathöfnina voru kunngerð úrslit í samkeppni um lag hátíðarinnar og bar Þórunn Snorradóttir sigur úr býtum. Lag Þórunnar er við texta Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, sem ber yfirskriftina „Sigling um Djúp“. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×