Lífið

Skúrinn sem maður saknar erlendis

Uppáhaldsbygging Arnars Geirs Ómarssonar myndlistarmanns er Bæjarins bestu. "Þetta er stórlega vanmetin dvergbygging þar sem allar tegundir fólks safnast saman jafnt á nóttu sem degi," segir Arnar Geir. "Þarna eru ógæfumenn í bland við bankastjóra og heimsþekkta bárujárnsrokkara og allt þar á milli. Bæjarins bestu-skúrinn er líka sú bygging sem maður hugsar til þegar maður er erlendis og ekki er laust við að smá heimþrá geri vart við sig." Arnar Geir segist hafa sótt Bæjarins bestu sem krakki og unglingur. "Staðurinn hefur alltaf togað mig til sín. Fólk vill vera nálægt skúrnum. Þetta er staður þar sem maður hittir fólk sem maður hittir ekki annars staðar. Fullkominn skúr með góðu innihaldi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×