Innlent

Hver dagur púsluspil

"Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur. Hanna Lára segist áhyggjufull um að verkfallið verði langvinnt eins og oft er með kennaraverkföll. Enda séu samninganefndirnar ekki að flýta fundarhaldinu. Hún segist ekki hafa vitað hvernig hún gæti reddað málunum. Ekki bætti úr skák að leikskólanum sem yngri sonur hennar er á var lokað í gær og í dag vegna námskeiðahalda. Eftir að hafa talað við vinnufélaga og vinkonur náði hún að komast í kynni við ellefu ára stelpu sem ætlar að passa fyrir hana að hluta en hún segist svo heppin að vinna skammt frá heimili sínu og hafi tækifæri á að skjótast heim öðru hvoru. "Sá sjö ára er reyndar að fara í dag til New York með pabba sínum,sem er flugstjóri hjá Flugleiðum, og verður fram á fimmtudag. Þannig að búið er að bjarga málanum þangað til." Hanna Lára segist oft fá hjálp frá foreldrum sínum og bróður en þau séu í útlöndum. Þau koma heim í næstu viku og segist Hanna þá jafnvel geta notið aðstoðar þeirra að einhverju leiti ef verkfallið dregst á langinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×