Kúvent í afstöðu til Davíðs 20. september 2004 00:01 Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira