Erlent

Heilsugæsla sprengd upp

Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni. Aftur á móti eyðilögðust tvær skrifstofur og sextíu gluggar. Atvikið átti sér stað snemma í gærmorgun. Ekki er langt síðan heilsugæslustöðin var sett upp á svæðinu. Hefur starfsfólk hennar séð um hjúkrun fyrir tugi þúsunda manna í miðborginni. Bandarískur erindreki var að auki drepinn í Bagdad í gærmorgun þegar eldflaug var skotið á hjólhýsi hans. Var hann sofandi þegar atburðurinn átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×