Skálað í skjóli menningar 5. október 2004 00:01 "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag. Heilsa Innlent Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag.
Heilsa Innlent Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira