Innlent

Um 1,1 milljarðs aukaafgangur

Tekjuafgangur ríkissjóðs eykst um 1,1 milljarð á árinu 2004 samkvæmt fjáraukalögum og verður 7,8 milljarðar. Þetta gerist þrátt fyrir talsverðar hækkanir á útgjöldum ráðuneyta eða um 6,3 milljarða króna. Félagsmálaráðuneyti fær tveggja milljarða hækkun. Nærri helmingur upphæðarinnar er vegna nærri milljarðs hækkunar atvinnuleysisbóta í tengslum við kjarasamninga í mars. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti fær svipaða hækkun og munar mestu um 676 milljóna fjárveitingu til greiðslu uppsafnaðs rekstrarhalla Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fjármálaráðuneytið fær 937,8 milljónir króna. 600 milljónir eru vegna þess að vaxtabætur urðu hærri en áætlað var vegna aukinnar veltu á fasteignarkaði. Flest ráðuneyti fá umtalsverðar hækkanir. Til dæmis fær sjávarútvegsráðuneytið 458,5 milljónir, samgönguráðuneyti 411,6 milljónir, menntamálaráðuneyti 504 milljónir og utanríkisráðuneyti: 297,8 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×