Fjallafatnaður á götum stórborga 11. nóvember 2004 00:01 Fyrirtækið The North Face, sem framleiðir útivistarföt í hæsta gæðaflokki, er dæmi um fyrirtæki sem þróast úr því að vera með mjög sérhæfða framleiðslu fyrir þröngan hóp í að verða að eins konar lífsstílsmerki fyrir tískumeðvitað fólk. The North Face byrjaði á sjöunda áratugnum að framleiða sérhæfðan háfjallafatnað fyrir hrausta göngugarpa og lengi framan af var þessi fatnaður ásamt fylgihlutum fyrir fjallgöngur og klifur eins og svefnpokar og bakpokar aðalframleiðsluvara fyrirtækisins . Enn í dag er mesta áherslan hjá fyrirtækinu á fjallafatnað og búnað fyrir forvitnar fjallageitur, og skíða- og snjóbrettafólk. Upp úr 1990 fór að bera mikið á flíkum frá The North Face á götum New York-borgar eftir að tónlistarmenn, sérstaklega rapparar, fóru að klæðast þeim á degi hverjum. Í kjölfarið var komið á fót sportlínu sem hefur stækkað mikið síðan þannig að í raun má segja að rappararnir í Brooklyn hafi komið The North Face á tískukortið. Slagorð fyrirækisins er "Never stop exploring" sem það fylgir í allri hönnun á vörunum sínum, og er líka eins konar heimspeki fyrirtækisins sem það reynir að miðla áfram til viðskiptavinarins. Allt frá The North Face og fæst í versluninni ÚtilífBlá og svört barnaúlpa kr. 12.990Mynd/ValliHvítt vesti kr. 17.990 Ljósblá flíspeysa kr. 5.490Mynd/ValliMosagræn herraúlpa kr. 34.990Mynd/ValliGræn dömuúlpa kr. 21.990Mynd/ValliHvít úlpa kr. 19.990Mynd/ValliGönguskór kr. 10.990Mynd/ValliRauð húfa kr. 2.990 Ljósblá húfa kr. 2.490 Derhúfa kr. 1.990 Grár trefill kr. 1.590Mynd/Valli Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fyrirtækið The North Face, sem framleiðir útivistarföt í hæsta gæðaflokki, er dæmi um fyrirtæki sem þróast úr því að vera með mjög sérhæfða framleiðslu fyrir þröngan hóp í að verða að eins konar lífsstílsmerki fyrir tískumeðvitað fólk. The North Face byrjaði á sjöunda áratugnum að framleiða sérhæfðan háfjallafatnað fyrir hrausta göngugarpa og lengi framan af var þessi fatnaður ásamt fylgihlutum fyrir fjallgöngur og klifur eins og svefnpokar og bakpokar aðalframleiðsluvara fyrirtækisins . Enn í dag er mesta áherslan hjá fyrirtækinu á fjallafatnað og búnað fyrir forvitnar fjallageitur, og skíða- og snjóbrettafólk. Upp úr 1990 fór að bera mikið á flíkum frá The North Face á götum New York-borgar eftir að tónlistarmenn, sérstaklega rapparar, fóru að klæðast þeim á degi hverjum. Í kjölfarið var komið á fót sportlínu sem hefur stækkað mikið síðan þannig að í raun má segja að rappararnir í Brooklyn hafi komið The North Face á tískukortið. Slagorð fyrirækisins er "Never stop exploring" sem það fylgir í allri hönnun á vörunum sínum, og er líka eins konar heimspeki fyrirtækisins sem það reynir að miðla áfram til viðskiptavinarins. Allt frá The North Face og fæst í versluninni ÚtilífBlá og svört barnaúlpa kr. 12.990Mynd/ValliHvítt vesti kr. 17.990 Ljósblá flíspeysa kr. 5.490Mynd/ValliMosagræn herraúlpa kr. 34.990Mynd/ValliGræn dömuúlpa kr. 21.990Mynd/ValliHvít úlpa kr. 19.990Mynd/ValliGönguskór kr. 10.990Mynd/ValliRauð húfa kr. 2.990 Ljósblá húfa kr. 2.490 Derhúfa kr. 1.990 Grár trefill kr. 1.590Mynd/Valli
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira