Olíufélögin á móti olíugjaldinu 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira