Innlent

Skilorð fyrir hnefahögg

Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Maðurinn var fundinn sekur um að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. Sá sem varð fyrir högginu skarst á augabrún, bólgnaði á vörum og þrjár postulínskrónur í gómi hans brotnuðu. Þótti sannað með vitnisburði fórnarlambsins og þriggja annarra vitna að maðurinn hefði gerst sekur um hnefahöggið. Dómurinn var hegningarauki við annan sjö mánaða skilorðsbundinn dóm sem maðurinn hlaut í janúar árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×