Afsláttur af græðginni? 1. desember 2004 00:01 Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun