Innlent

Deilt um forvarnir

Lýst var eftir efndum á kosningaloforðum Framsóknarflokksins um milljarð til fíkniefnaforvarna í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni sakaði flokkinn um að svíkja fyrirheit sem gefinu hefðu verið í þarsíðustu kosningabaráttu sem ætlað hefðu verið að fylkja fólki um Framsókn enda ríkti neyðarástand víða vegna fíkniefnafjandans. "Hvar eru efndirnar?"spurði þingmaðurinn. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra sagðist í andsvari sínu ekki hafa lofað milljarði: "Ég tek strax fram að heilbrigðisráðherra hefur ekki sagst ætla að auka útgjöld til forvarna um einn milljarð króna." Benti ráðherrann á að forvarnir væru ekki einungis á könnu hans ráðuneytið heldur einnig til dæmis í dómsmálaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson segir að svar ráðherrans gefi til kynna að Framsóknarflokkurinn hvorki hafi staðið við kosningaloforðið frá 1999 né hafi hann hug á að gera það: "Svona fóru þeir með eitt sitt helsta kosningaloforð".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×