Innlent

Afgangur minnkar um 1.2 milljarð

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlög 2005. Hækka útgjöld um tæpar átján hundruð milljónir og tekjur um tæpar sex hundruð milljónir og minnkar því rekstrarafgangur ríkissjóðs sem þessu nemur eða um 1200 milljónir og verður tíu milljarðar og rúmar 54 milljónir króna. "Þetta er nánast allt samkvæmt áætlun" segir varaformaður fjárlaganefndar Einar Oddur Kristjánsson og segir fátt þurfa að koma á óvart í breytingartillögum nefndarinnar. Helgi Hjörvar, fjárlaganefndarmaður Samfylkingarinnar segir að í tillögum meirihlutans sé hvergi tekið á hinum ýmsu vanáætlunum á þegar fyrirséðum útgjöldum: "Það er jafn lítið að marka þetta frumvarp og fyrri frumvörp ríkisstjórnarinnar sem státa af 20 milljarða króna skekkju. Og enn er ekki staðið við samninga við öryrkja."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×