Líflegur markaður í miðri London 16. júní 2004 00:01 Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road. Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road.
Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira