Afreksmaður á Laugardalsvelli 19. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun