Ákveðið í samráði við kennara 1. nóvember 2004 00:01 Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira