Játar að hafa banað Sæunni 1. nóvember 2004 00:01 Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira