Nægur tími til að versla 10. desember 2004 00:01 Nú eru verslanir byrjaðar að hafa opið lengur. Í Smáralind er opið frá 11 til 22 alla daga til og með 22. desember með þeirri undantekningu að laugardaginn 18. desember er opið frá 10 til 22. Á Þorláksmessu er síðan opið frá 11 til 23 og á aðfangadag frá 10 til 13. Í Kringlunni er svipað upp á teningnum. Þar er opið frá 10 til 22 alla daga til og með 22. desember með þeirri undantekningu að sunnudaginn 13. desember er opið frá 13 til 22. Á Þorláksmessu er opið frá 10 til 23 og aðfangadag 10 til 13. Á Glerártorgi á Akureyri er opið frá 10 til 22 þann 11. desember, 12 til 18 þann 12. desember, 10 til 19 13. til 15. desember. Frá 16. desember til og með 22. desember er opið frá 10 til 22, á Þorláksmessu frá 10 til 23 og á aðfangadag frá 10 til 12. Loks er það Laugavegurinn en frá og með fimmtudeginum 16. desember er opið alla daga, líka sunnudaga, frá 10 til 22. Á Þorláksmessu er opið frá 10 til 23 og á aðfangadag frá 9 til 12. Allir ættu því að geta sinnt sinni jólaverslun - næstum því á öllum tímum sólarhringsins. Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin
Nú eru verslanir byrjaðar að hafa opið lengur. Í Smáralind er opið frá 11 til 22 alla daga til og með 22. desember með þeirri undantekningu að laugardaginn 18. desember er opið frá 10 til 22. Á Þorláksmessu er síðan opið frá 11 til 23 og á aðfangadag frá 10 til 13. Í Kringlunni er svipað upp á teningnum. Þar er opið frá 10 til 22 alla daga til og með 22. desember með þeirri undantekningu að sunnudaginn 13. desember er opið frá 13 til 22. Á Þorláksmessu er opið frá 10 til 23 og aðfangadag 10 til 13. Á Glerártorgi á Akureyri er opið frá 10 til 22 þann 11. desember, 12 til 18 þann 12. desember, 10 til 19 13. til 15. desember. Frá 16. desember til og með 22. desember er opið frá 10 til 22, á Þorláksmessu frá 10 til 23 og á aðfangadag frá 10 til 12. Loks er það Laugavegurinn en frá og með fimmtudeginum 16. desember er opið alla daga, líka sunnudaga, frá 10 til 22. Á Þorláksmessu er opið frá 10 til 23 og á aðfangadag frá 9 til 12. Allir ættu því að geta sinnt sinni jólaverslun - næstum því á öllum tímum sólarhringsins.
Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin