Verðið lækkar með aukinni notkun 10. desember 2004 00:01 Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira