Innlent

Verður varðveitt í Vestmannaeyjum

Ríkið kaupir teikningar Sigmunds fyrir 18 milljónir króna. Ætlunin er að varðveita þær í óreistu meningarhúsi í Vestmannaeyjum. "Það er alveg gífurlega mikils virði að þetta safn verði á einum stað og það tvístrist ekki út um allt," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um kaup ríkisins á teikningum Sigmunds Jóhannssonar sem birst hafa í Morgunblaðinu undanfarin fjörutíu ár. Samningar um kaupin voru undirritaðir í Vestmannaeyjum í gær en ríkið greiðir Sigmund 18 milljónir króna fyrir safnið. Stendur það saman af um tíu þúsund myndum og leggst því hver mynd á um átján hundruð krónur. Til stendur að varðveita Sigmundssafn ríkisins í óreistu menningarhúsi í Vestmannaeyjum en að auki verður það skannað inn á tölvur og þannig aðgengilegt öllum almenningi. Ríkið eignast höfundarrétt að myndunum og getur ráðstafað þeim að vild. Aðspurður neitaði Halldór Ásgrímsson að Morgunblaðið fengi einnig greitt fyrir myndirnar. "Nei, nei, nei. Þessi samningur er við Sigmund og Morgunblaðið kemur þar hvergi nærri."
Sigmund og Halldór Ásgrímsson heilsast.MYND/Jóhann Ingi Árnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×