Erlent

Fjölga hermönnum um tólf þúsund

Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Hermönnum fjölgar að á þann hátt að þeir sem áttu að hafa lokið störfum sínum í Írak verða látnir þjóna lengur. Bush lagði í gær mikla áherslu á að kosningar færu fram 30. janúar en nokkrir flokkar Íraka hafa hvatt til þess að þeim verði frestað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×