Ráðherra beitir sér ekki
Félagsmálaráðherra segist ekki að ætla að beita sér fyrir því að launþegar á almennum vinnumarkaði öðlist rétt til sumarleyfis á launum í fæðingarorlofi eins og ríkisstarfsmenn. Hann segir Fæðingarorlofssjóð ekki geta staðið undir slíkum skuldbindingum. Samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í máli sem ASÍ höfðaði gegn Tryggingastofnun á fólk ekki rétt á því að fá orlofsdaga greidda í fæðingarorlofi, líkt og starfmenn ríkisins hafa samið um. Í fréttum okkar í gær sagði Skrifstofustjóri ASÍ dóminn óásættanlegan og benti á að Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hefði haft sama skilning á málinu og ASÍ. Það var þá. Núverandi ráðherra, Árni Magnússon, segir dóminn ekki koma á óvart, enda hafi úrskurðarnefnd komist að sömu niðurstöðu. Honum finnst eðlilegast að ef menn vilji gera breytingar þá verði þær gerðar í kjarasamningum. Aukinn kostnaður félli á vinnuveitendur sem greiddu þá meira í Fæðingarorlofssjóð. Ljóst er að ráðherra mun ekki eiga frumkvæði að því að breyta neinu þar um.