Áhyggjur af lagabreytingum 16. september 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess. Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess.
Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira