Kerry vann Pennsylvaníu
John Kerry hefur tryggt sér sigur í Pennsylvaníu, einu þriggja stóru ríkjanna sem hann og George W. Bush lögðu mesta áherslu á að vinna. Þegar 59 prósent atkvæða hafa verið talin er er Kerry með 58 prósent atkvæða en Bush með 42 prósent. Spennan er hins vegar mikil í Ohio og Flórída. Af þeim atkvæðum sem hafa verið talin hefur Bush fengið 52 prósent gegn 47 prósentum Kerry í báðum ríkjunum. Þriðjungur atkvæða hefur verið talinn í Ohio en stuðningur við frambjóðendur