Fjölmargar vísbendingar borist

Lögreglan í Kópavogi hefur ekki enn haft hendur í hári unga mannsins sem nam stúlku úr Kópavogi með sér upp á Mosfellsheiði fyrir helgi og skildi hana þar eftir í myrkri og slyddu. Fjölmargar vísbendingar hafa borist og er lögreglan að vinna úr þeim. Hún hefur nú þegar rætt við á þriðja tug manna vegna málsins og á enn eftir að ræða við marga.