Innlent

Flensan bankar á

Inflúensutilfellum hefur heldur fjölgað í nágrannalöndum okkar, að því er Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, segir, en í litlum mæli þó. "Hún er svona aðeins farin að banka á dyrnar," sagði Haraldur. "Oft kemur hún ekki fyrr en í janúar. Yfirleitt greinist ekki nema eitt og eitt tilfelli til að byrja með. Svo virðist eitthvað gerast og hún blossar upp." Yfirleitt hefur flensutíminn verið frá nóvember til mars á hverju ári. Í fyrra kom inflúensan óvenjusnemma eða í byrjun október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×