Boða byltingu í meðferð geðsjúkra 15. október 2004 00:01 Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira